Færsluflokkur: Ljóð

Bylur

Inn í mér hamast bylur
hjartanu ber hann í stein
í faðmi mér finnst ekki ylur
frekar en hugsun ein

ég kvíði því sem að kemur
kreppi hnefa í vörn
samviskan fjandann við semur
sál mín hökkuð í kvörn

svartholið þegjandi þrýstir
þrá minni henginu af
méluðum gómnum gnístir
geifla er brosið gaf

skammsýni okkar  við skoðum
skrambans dýpinu í
breytingar engar við boðum
byggjum upp svikin á ný

stjórnumst við ennþá af strákum
stelandi af börnum í neyð
buðum við böðulsins krákum
brugga svikanna seið

ef veljast þeir aftur til valda
varla að nóttu ég sef
en ærunni ég ætla að halda
æskunni það ég gef

og því skal ég ljúfur þér lofa
ljósta skal þá með al
ef komast þeir yfir minn kofa
og ketinu stela úr mal

því engu ég þá hef að tapa
þeirra herðar ég klýf
í skynsemi vildi eg skapa
en skrattanum gáfu þeir líf







Lag og texta má hlýða á í tónlistarspilaranum
mbl.is Mesti ríkissjóðshalli í sögu lýðveldisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband