Höfundur
Kristján Er ljósmyndari, listamaður, skáld og heimshorna flakkari: Hann skrifar um ljósmyndun á www.aurora.is. Lesa má ferðablogg hans á www.benzi.is. Sjá má þúsundir mynda eftir Kristján frá hinum ýmsu heimshornum hér
Blog þetta er alfarið orðið ábyrgðarlaus og tekur ekki mið af neinu nema afköstum höfundar og getu til skapandi vinnubragða
Tenglar
Meira frá Kristjáni
Tenglar á síður mínar um ferðamál ljósmyndun og myndir
- Myndabanki minn Myndir frá ýmsum löndum
- Ljósmynda síðan mín Ljósmyndir ljóð og stöku blogg um ljósmyndatengdt efni
- Ferðasíðan okkar Allt um ferðalog okkar hjónakorna á framandi slóðir
Almar
- Silfraða Maddaman Silfraða Maddaman
- Rottur Rottur
- Mamma þeir eru vondir við mig Mamma þeir eru vondir við mig
- Þögn Þögn
- Evrópumaddaman Evrópumaddaman
- Maður skildi ekki hata Maður skildi ekki hata
- Pólitíið Pólitíið
- Vonleysi Vonleysi
- Ofurtrú Ofurtrú
- Konungurinn okkar Konungurinn okkar
- Skilningsleysi Skilningsleysi
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Lögregla lýgur hún beinir gasi að ljósmyndurum - frekari sannanir
21.1.2009 | 08:55
Þessi mynd sannar að ég var sigtaður út af lögreglu og gasaður.
Á henni sést hvernig ég hef stigið til hliðar við hópinn til að hleypa lögreglu framhjá. Það var því ekkert í gangi á þessum vetvangi til að sprauta á annað en ljósmyndarar.
Myndina tók Hörður en hann var líka gasaður
Hér má sjá fleiri myndir eftir Hörð sem tók þessa http://www.flickr.com/photos/hordur/3214495028/
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Nýjustu færslur
- Bylur
- Rottur
- Maverick Blues
- who took the train to Napa
- Konur í stjórnmálum
- Myndir af árás lögreglu - tímaröð sannar að engin þörf var á ...
- Ljögregla hótar ljósmyndar lífláti
- British Journal of photography fjallar um aðferðir lögreglu
- Lögregla lýgur hún beinir gasi að ljósmyndurum - frekari sann...
- Mál mitt sannast- Lögreglan beinir gasi að ljósmyndurum
Bloggvinir
- mariakr
- lara
- hallurg
- hlynurh
- gunnarfreyr
- jakobsmagg
- vitinn
- hjorleifurg
- palmig
- malacai
- ahi
- hugdettan
- birgitta
- brell
- gattin
- dofri
- egill
- elfur
- ma
- evabenz
- gullvagninn
- gunnaraxel
- gunnsithor
- veravakandi
- haukurn
- skessa
- heimssyn
- himmalingur
- disdis
- inhauth
- jenfo
- svartur
- jonhaukur
- jonerr
- hugsadu
- leifur
- kreppukallinn
- larahanna
- lillagud
- meistarinn
- matthildurh
- manisvans
- mynd
- neo
- omarragnarsson
- svarthamar
- ragnar73
- nordurljos1
- vefritid
- thorrialmennings
- thj41
- toro
Athugasemdir
Vá þessi mynd segir allt sem segja þarf - þeir miða framan í ljósmyndrann.
Þór Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 09:06
Já þetta er ég sem þarna er miðað framan í. ég skildi aaldrei af hverju ég fékk svona svakalega gusu en grunaði fljótlega hið rétta
Kristján Logason, 21.1.2009 kl. 09:15
Kæri Kristján,
Svo allrar sanngirni sé gætt, langar mig að benda þér á að til hægri við þig stendur mótmælandi búinn gasgrímu og hjálmi. Mér þykir ekki ólíklegt að lögreglumaðurinn hafi verið að beina úða sínum að þessum mótmælanda, en ekki gætt þess að þú stóðst óvarinn við hlið hans. Hitt er annað, hann gæti alveg eins hafa ætlað að beina úða sínum beint á þig.
Ég skil vel sársauka þinn og reiði, og vil alls ekki gera lítið úr athugasemdum þínum. Ég er aðeins að reyna að gæta sanngirni.
Ég var sjálfur staddur þarna við enda gagnvegarins sem var ruddur hjá lögreglumönnunum sem ruddu svo gangveginn. Þar var ég í því skyni að reyna að minna fólk á að við eigum ekkert sökótt við lögregluna þegar á heildina er litið, heldur stjórnarherrana.
Ég hins vegar varð var við þegar skipunin kom um að ryðja gangveginn og sá lögreglumennina taka sér stöðu. Þeir gáfu fólki skipun um að tæma gangveginn tvisvar sinnum, áttu einhver orðaskipti við þá mótmælendur sem fremstir stóðu, og innan við mínútu síðar hófust handa við að beita gasinu, ryðja fólki burt og handtaka.
Maður veltir fyrir sér aðferðafræðinni bak við þetta. Þarna er uþb. 30m gangvegur fullur af fólki, og ekki nokkur leið fyrir lögreglumennina sem eru innst í gagnveginum til þess að koma þessum skipunum sínum til þeirra sem eru yst í gangveginum og verða að fara frá fyrst svo hinir komist. Það sér hver að þessi aðferð getur vart talist vænleg ef hið sanna markmið er aðeins það, að ryðja gangveginn. Hið sanna markmið virðist hafa verið að ryðja gangveginn á innan við 5 mínútum.
Maður veltir einnig fyrir sér hvort lögreglan sé á stundum að reyna að knýja fram læti svo þeir geti beitt vopnum sínum og telja sig þar með geta komið af stað aðgerðum til þess að binda endi á mótmælin.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:16
Svo allrar sanngirni sé beitt þá er þetta vel útbúinn ljósmyndari en ekki mótmælandi
ég hef orðið vitni að hörðum mótmælum sem og því hvernig óerðalögregla hafði stjón á mannskap annarsvegar fóbolltabullum og svo nýnasistum. Þeirra aðferð var einföld og sú hin sama og lögregla átti að beita þarna.
Mynduð er skjaldborg og svo gegnur hún hægt og rólega áfram án láta og þrýstir hópinum undan sér.
Einfaldara getur það ekki verið. Þegar ég fór í gegnum þvöguna var hópurinn á undanhaldi. Hægt en rólega og því í raun ekki nokkur ástæða til að nota úðann á einn né neinn
Kristján Logason, 21.1.2009 kl. 09:25
E.s það er erfitt í þessari umræðu að halda Lögreglu og Óeirða lögreglu aðskildri en við verðum að reyna eftir mætti.
Hin almenna lögregla held ég að hafi staðið sig mjög vel. Hinir sýndu forkastanleg vinnubrögð.
Kristján Logason, 21.1.2009 kl. 09:28
Það þarf að afturkalla heimildir lögreglunnar til að nota gas. Þeim er greinilega ekki treystandi fyrir því. Og hvað verður næst? Byssur?
Sigríður Jósefsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:29
Ofgafull viðbrögð lögreglunnar í gær er valdstjórninni til ævarandi skammar. Það sást vel í sjónvarpsútsendingu í gær að notkun hennar á piparúðanum var bæði óþörf og tilefnislaus. Það sem mér fannst sérkennilegast var að hún virti ekki réttindi fréttamanna og ljósmyndara á vettvangi. Áttaði sig víst ekki á því að þeir voru í fullum rétti að sinna vinnunni sinni.
Ef fólk átti ekki að vera á einhverju svæði, af hverju var það ekki einfaldlega girt af?
Lýsingarnar í gærkvöldi hjá manninum sem stóð á götunni fyrir framan þinghúsið í þá mund þegar "kylfusveit" lögreglunnar réðst fram og á allt sem fyrir var er enn eitt dæmið um að lögreglan kann ekki til verka. Sorglegt. Eða maðurinn með skíðagleraugun. Þegar lögreglan áttaði sig á því að það þýddi ekkert að spreyja piparúðanum á hann, þá teygði annar lögreglumaður sig í gleraugun og tók þau af honum svo hægt væri að úða í augu mannsins. Hvers konar rugl er þetta? Er það markmið lögreglunnar að valda skaða á borgurunum? Væri ekki nær að lögreglan verndaði borgarana fyrir ofbeldi stjórnvalda? Nei, það er ekki hægt vegna þess að stjórnvöld geta sett lög sem leyfa ofbeldið. Þeim er frjálst að standa að gríðarlegri eignaupptöku, eða ætti ég að segja stuldi, í skjóli vanhæfi síns að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar.
Ég er hræddur um að þetta endi með alvarlegum átökum lögreglu og mótmælenda.
Marinó G. Njálsson, 21.1.2009 kl. 09:31
Kristinn Örn, tekur þú eftir því að maðurinn með gasgrímuna heldur líka á myndavél?
Marinó G. Njálsson, 21.1.2009 kl. 09:35
Það góða í þessu er að fréttamenn massamiðilsins verða líka fyrir hrottamennsku (þó kannski þeir fái ekki gasið beint framan í rúv live útsendingu) og verða þá tregari til að ganga með múlinn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:59
Mikið er ég hjartanlega sammála þér Kristján þar sem þú lýsir þeim vinnubrögðum sem lögreglan hefði sannarlega getað beitt frekar við þessar tilteknu aðstæður :
Að sjálfsögðu eru viðbrögð lögreglunnar vægast sagt of hörð, og til þess fallin að æsa fólk upp amk. í þessu tiltekna tilfelli frekar en hafa rólega og yfirvegaða stjórn á málunum.
Að þessu sögðu endurtek ég vangaveltur mínar :
Hinn annars ágæti lögreglustjóri okkar mætti alveg brýna fyrir mönnum sínum enn frekar að gæta hóflegri vinnubragða en þetta.
Eins og ég bendi á, þá var ég vitni að þessu. Ég var mjög meðvitaður um hvað var að fara að gerast og í góðri aðstöðu til þess að fylgjast vel með. Ég sá aldrei steina fljúga, né nokkuð annað en veigalítið rusl og snjóbolta. Lögreglan gaf tvisvar fyrirskipun um að rýma ganginn, og fór innan við mínútu síðar að nota gasið.
Og já, Marinó, það sést glöggt að einstaklingurinn með gasgrímuna heldur á myndavél. Það þarf hins vegar alls ekki að þýða að hann sé þarna starfs síns vegna að taka myndir. Annar hver maður mundaði myndavélar þarna á milli þess sem þeir mótmæltu kröftuglega.
Mér finnst hins vegar tími til að einbeita sér að raunverulegu inntakinu frekar en einstökum útistöðum við lögreglumenn sem eru í raun á sama báti og við hin.
Hið raunverulega inntak er vanhæfi núverandi ríkisstjórnar. Við eigum í raun ekkert sökótt við lögregluna, og ættum að taka okkur þá ábyrgð að hafa vit fyrir þeim ef þeir sýna af sér einkenni álagsins sem þeir þurfa að þola.
Sjálfsagt eru í röðum lögreglunnar aðilar sem langar að nota tækin sín og finnst gaman af hasarnum, en það sama má segja um hluta þeirra sem mæta á mótmælin. Sumir sem mæta á mótmælin eru þarna til þess fyrst og fremst að fá útrás fyrir innibyrgða gremju - líkt og sumir lögreglumannanna eflaust líka.
Það hlýtur að teljast til ábyrgðar okkar hinna sem viljum ná árangri með því að vera eins óþægileg og við frekast getum án þess að stíga alvarlega yfir línu laganna, að gæta þess að reyna að sefa hina og beina reiði þeirra í rétta átt. Eins er það á ábyrgð lögreglustjóra að sefa sína menn og gæta þess að þeir séu að sinna starfi sínu fyrst og fremst, ekki að fá útrás fyrir ótta og gremju.
Ég gekk þarna um og benti fólki óspart á að við ættum ekkert sökótt við lögregluna.
Ég fór um leið og búið var að ryðja gangveginn, og lét alla vita sem ég sá að voru með börn af þeirri staðreynd að lögregla hefði byrjað að nota gas, og bað barnafólkið um að vera meðvitað um þá staðreynd. Ég lét þessu fólki sjálfu um það að taka ákvörðun hvað sig snerti í framhaldinu.
Þetta tel ég vera hluta minnar ábyrgðar við þátttöku í mótmælunum. Ég vil árangur. Ég tel að sá árangur náist með því að vera eins óþægilegur og ég frekast get, með eins mikinn hávaða og ég frekast get, jafnvel kasta eggjum og snjóboltum, jafnvel kveikja bál og brenna tré, dekk og bekki. Ég þvertek fyrir að takast á i handalögmálum við aðra manneskju í þessum mótmælum. En óþægilegur skal ég vera með eindæmum og seinn til hlýðni.
Greppur Torfason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:59
Mögnuð mynd, sýnir hrottaskapinn af einlægri snilld. Löggan þarf að fara að passa sig ef hún leyfir hrottonum sínum að ganga óhefta áfram, svona eins og þeir hafa alltaf fengið. Fokkíng svín!!!
Alfreð Símonarson, 21.1.2009 kl. 11:26
Fokkíng svín!!! ehh vildi hafa það algjörlega á tæru að svín = lögreglan hérna hehe
Alfreð Símonarson, 21.1.2009 kl. 11:33
Elsku vinur, ég sá þetta til þeirra í gær og allskyns rugl að auki. Barsmíðar á ólögráða einstaklingum, árásir að tilefnislausu....
....þetta er sjokkerandi...en allir að mæta í dag!
Haraldur Davíðsson, 21.1.2009 kl. 11:49
eg biðst afsökunar á að hafa moðgað þig en það sem skeði í gær var harkaleg framkoma lögreglu er ósætanleg
Ingvar Skúli Vilhjálmsson, 21.1.2009 kl. 15:28
eg veit að þetta var gamal maður þetta er orðið of groft af lögregluni sá viðtalið við þig í gær þeir sem eru að mynda þetta fá að finna fyrir þessu
fyrðingafilst ingvar
Ingvar Skúli Vilhjálmsson, 21.1.2009 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.